Þunglyndið og kvíðinn eilíf barátta

Selena Gomez ætlar að leggja áherslu á heilsuna í ár.
Selena Gomez ætlar að leggja áherslu á heilsuna í ár. AFP

Söngkonan Selana Gomez hefur talað opinskátt um baráttu sína við þunglyndi og kvíða. Í viðtali sem 13 Reasons Why-stjarnan Katherine Langford tók við söngkonuna fyrir Harper's Bazaar segist söngkonan aldrei komast fyrir þunglyndið og kvíðann. 

„Ég hef átt í miklum vandamálum með þunglyndi og kvíða og ég hef talað mikið um það en það er ekki eitthvað sem ég kemst yfir,“ segir söngkonan í viðtalinu. „Ég held að þetta sé orrusta sem ég verð að kljást við það sem eftir er af lífi mínu, og mér finnst það í lagi af því ég veit að ég vel sjálfa mig fram yfir allt.“

Söngkonan segist ætla að einbeita sér að heilsu sinni í ár, sé hún góð fari allt vel. Hún segist ekki setja sér markmið þar sem hún verði vonsvikin ef hún nái þeim ekki. 

Næsta plata söngkonunnar er henni ofarlega í huga en hún er búin að vera lengi að vinna að henni. Hún segist ekki vera búin að gefa hana út af því hún hafi ekki verið tilbúin. „Ef það tekur tíu ár þá tekur það tíu ár. Mér er alveg sama.“

Katherine Langford tók viðtal við Selenu Gomez.
Katherine Langford tók viðtal við Selenu Gomez. AFP
mbl.is