Eiður Smári var ekki fullkomið barn

Gudjohnsen er ný þáttaröð sem er væntanleg í Sjónvarp Símans Premium. Í þessum mögnuðu þáttum ferðast æskuvinirnir Eiður Smári Guðjohnsen og Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, heimshorna á milli og heimsækja félagslið sem Eiður Smári lék með á löngum og litríkum knattspyrnuferli. Þar hitta þeir meðal annars Jimmy Floyd Hasselbaink, Ole Gunnar Solskjær, Gianfranco Zola, José Mourinho og fleiri stórstjörnur og rifja upp skemmtileg atvik, jafnt innan vallar sem utan.

Vinirnir Eiður Smári og Sverrir Þór.
Vinirnir Eiður Smári og Sverrir Þór.

Áhorfendur fá innsýn í veröld bestu knattspyrnumanna heims og kynnast nýrri og persónulegri hlið á Eiði Smára Guðjohnsen. Allir sex þættirnir koma í heild sinni í Sjónvarp Símans Premium fyrir páska en verða sýndir í opinni dagskrá í apríl og maí, í aðdraganda HM í knattspyrnu.

Eiður Smári Guðjohnsen er að margra mati besti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi. Hann var aðeins 15 ára þegar hann fékk fyrst tækifæri með meistaraflokki Vals og þaðan lá leiðin til PSV Eindhoven í Hollandi. Þar lék hann m.a. með einum besta knattspyrnumanni allra tíma, hinum brasilíska Ronaldo.

Á atvinnumannaferli sínum lék Eiður Smári fyrir 16 félagslið í 9 löndum. Hann var m.a. í meistaraliði Chelsea 2005 og 2006. Þar var Eiður Smári í lykilhlutverki ásamt John Terry og Frank Lampard og saman lögðu þeir grunninn að því stórveldi sem félagið er í dag. 

Eiður Smári gekk í raðir stórliðs Barcelona sumarið 2006 og varð spænskur meistari með liðinu 2008. Á þriðja og síðasta ári hans hjá Barcelona fagnaði liðið sigri í Meistaradeild Evrópu. Hjá Barcelona lék hann með stórstjörnum á borð við Messi, Iniesta, Xavi, Henry og Ronaldinho.

Saman á ströndinni.
Saman á ströndinni.

Eftir að Eiður Smári yfirgaf herbúðir Barcelona gekk hann til liðs við Mónakó en þaðan lá leiðin til liða í Englandi, Grikklandi og Belgíu áður en hann hélt á framandi slóðir í Kína. Hann lauk atvinnumannaferlinum í herbúðum Molde í Noregi og átti þátt í glæstum árangri íslenska landsliðsins á EM í Frakklandi 2016. 

Þættirnir voru teknir upp síðastliðið haust og eru framleiddir af Pegasus kvikmyndagerð. Leikstjóri er Kristófer Dignus sem á meðal annars heiðurinn af Edduverðlaunaseríunni Andri á flandri.

Alltaf í boltanum.
Alltaf í boltanum.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant