Hægt að mölva niður veggi á Korputorgi

Dagur flytur lagið Í stormi í Söngvakeppninni 2018.
Dagur flytur lagið Í stormi í Söngvakeppninni 2018.

Dagur Sigurðsson flytur lagið Í stormi á seinna undanúrslitakvöldi Söngvakeppninnar 2018, laugardaginn 17. febrúar. 

Af hverju Eurovision?

Það hefur alltaf verið smá draumur hjá mér að fá að prófa að taka þátt og lagið hentar mér fullkomlega.

Hvernig hófst vinnan við lagið?

Fyrsta versið og viðlagið var skrifað fyrir rúmum þremur árum síðan og tók Júlí Heiðar það upp úr skúffunni síðasta sumar. Júlí kláraði lagið í ágúst en þá kom Marinó Geir Lilliendahl inn í verkefnið og hjálpaði til við útsetningu á því. Þess má til gamans geta að lagið var upphaflega skrifað sem háskólarokk en þróaðist svo yfir í hip hop og lenti svo að lokum í rokk-ballöðu.

Hverju vonar þú að lagið skili til hlustenda?

Gæsahúð, stórum tilfinningum og andköfum. 

Hvenær byrjaðir þú að syngja og hvernig byrjaði tónlistaráhuginn?

Ég hef verið að syngja heima síðan ég man eftir mér og það var mikill söngur í grunnskólanum mínum. Ég byrja að spila á gítar og syngja þegar ég er tíu ára gamall og fer svo í mína fyrstu hljómsveit þegar ég er 13 ára. 

Uppáhalds-Eurovisonlagið? 

Þau eru nokkur en ég ætla að segja In my dreams með Wig Wam. Agalega gott glys-rokk í gangi. 

Hvernig gengur undirbúningurinn fyrir Söngvakeppnina?

Undirbúningurinn gengur vel, dagarnir eru misjafnir, það eru þessar föstu æfingar sem RÚV setur upp en við erum svo með okkar aukaæfingar.

Hvað hefur komið þér mest á óvart í tengslum við Eurovision-ferlið?

Það sem hefur komið mér mest á óvart er allt umstangið í kringum keppnina, eitthvað sem maður hafði ekki hugmynd um.

Getur Ísland unnið Eurovision og hvar ætti að halda keppnina?

Já, Ísland gæti alveg unnið Eurovision. Ég segi að það ætti að mölva niður veggi í Korputorgi og halda keppnina þar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson