Jón Jónsson og Björg í Söngvakeppnina

Jón Jónsson og Björg Magnúsdóttir birtast á skjánum í Söngvakeppninni ...
Jón Jónsson og Björg Magnúsdóttir birtast á skjánum í Söngvakeppninni 2018. Samsett mynd

Tónlistarmaðurinn og sjónvarpsþáttastjórnandinn Jón Jónsson mun kynna Söngvakeppnina 2018 ásamt Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur. Útvarpskonan Björg Magnúsdóttir mun einnig birtast á skjánum en þetta kemur fram í frétt RÚV um kynna ársins. 

Á meðan Jón og Ragnhildur Steinunn verða á sviðinu fær Björg það hlutverk að hafa umsjón með græna herberginu. Þar bíða keppendur og aðstandendur laganna og má gera ráð fyrir að Björg taki púlsinn á tónlistarfólkinu meðan á keppni stendur. 

Fyrra undanúrslitakvöld Söngvakeppninnar fer fram á morgun, laugardag, í Háskólabíói og verður í beinni útsendingu á RÚV.

mbl.is