Segir Meghan ekki vilja kannast við sig

Hálfsystkini Meghan Markle eru ekki nógu sátt með systur sína.
Hálfsystkini Meghan Markle eru ekki nógu sátt með systur sína. AFP

Meghan Markle á enn og aftur í vandræðum með hálfsystkini sín. Nú segir hálfbróðir hennar, Tom Markle yngri, að hann hafi mætti óblíðu viðmóti þegar hann reyndi að ná í systur sína. 

Express greinir frá því að Tom Markle yngri hafi reynt að ná í systur sína vegna áhuga fjölmiðla á honum í kjölfar þess að tilkynnt var um trúlofun Meghan og Harry Bretaprins. Hann segir lögfræðing sinn hafa átt símafund með lögfræðingi Meghan. Lögfræðingurinn hans sendi honum síðan tölvupóst á þá leið að Meghan hafi lýst honum sem fjarlægri fjölskyldu sem hún þekkti ekki. 

Tom Markle yngri komst nýlega í kast við lögin og telur hann að Meghan hafi þótt það óþægilegt og neyðst til þess að skapa ákveðna fjarlægð milli þeirra. 

Hálfbróðir Meghan er annað af tveimur börnum sem faðir Meghan átti áður en hann hitti móður Meghan. Bróðir hennar er 15 árum eldri en hún og segir að hann hafi misst sambandið við systur sína þegar hún flutti til Kanada fyrir nokkrum árum til þess að leika í sjónvarpsþáttunum Suits. „Við vorum eins náin og hægt var, eins samrýnd og hægt var,“ sagði hann. 

Meghan Markle er trúlofuð Harry Bretaprins.
Meghan Markle er trúlofuð Harry Bretaprins. AFP
mbl.is