Mætt á völlinn fimm mánaða

Alexis Olympia var með fulla athygli á tennisvellinum um helgina.
Alexis Olympia var með fulla athygli á tennisvellinum um helgina. AFP

Tennisstjarnan Serena Williams er komin aftur út á tennisvöll eftir að hún eignaðist barn í september síðastliðnum og gifti sig í nóvember. Fimm mánaða gamla dóttir hennar og redit-stofnandans Alexis Ohanian fylgist að sjálfsögðu með móður sinni úr stúkunni. 

Um helgina keppti Serena ásamt systur sinni Venus Williams í tvíðiðaleik. Hin litla Alexis Olympia mætti með föður sínum bæði á laugardaginn og sunnudaginn. Hún virtist una sér vel í stúkunni miðað við myndir sem teknar voru af henni og var með fulla athygli. Hvort athyglin hafi verið á tennisboltanum eða öðru fólki í stúkunni er ekki hægt að segja til um. 

Alexis Ohanian með dótturina Alexis Olympiu.
Alexis Ohanian með dótturina Alexis Olympiu. AFP
Serena Williams í stúkunni en fyrir ofan hana eru eiginmaður ...
Serena Williams í stúkunni en fyrir ofan hana eru eiginmaður hennar Alexis Ohanian og dóttir Alexis Olympia. AFP
Serena Williams.
Serena Williams. AFP
mbl.is