Bannar plast í höllinni

Elísabet Englandsdrottning kýs postulín fram yfir plastið.
Elísabet Englandsdrottning kýs postulín fram yfir plastið. AFP

Elísabet Englandsdrottning er búin að banna plastflöskur og plaströr í eigum konungsfjölskyldunnar. Hello greinir frá því að það sé talið að áhugi drottningar á plastvandamálinu hafi vaknað þegar hún vann með David Attenborough að heimildarmynd. 

Drottningin drekkur líklega bara úr kristalsglösum og postulínsbollum svo spurning er hvort bannið hafi mikil áhrif á drottninguna. Veitingaþjónustur í Buckingham-höll og Windsor-kastala verða að nota postulín og gler eða endurnýtanleg pappamál. 

Harry Bretaprins og Meghan Markle munu gifta sig í kirkju heilags Georgs í maí og munu halda veislu í Windsor-kastala. Ef halda á í regluna verður ekki boðið upp á plaströr með kokteilunum í veislunni. 

Ólíklegt er að gestir Harry og Meghan fái plaströr.
Ólíklegt er að gestir Harry og Meghan fái plaströr. AFP
mbl.is