Þurfti að líma þvenginn á líkamann

Dakota Johnson leikur í Fifty Shades Freed.
Dakota Johnson leikur í Fifty Shades Freed. AFP

Leikkonan Dakota Johnson frumsýndi nýlega kvikmyndina Fifty Shades Freed. Um er að ræða þriðju myndina um Önu Steele og elskhuga hennar og er töluvert af kynlífsatriðum í myndunum. Johnson ræddi kynlífsatriðin við Marie Claire.

Leikararnir undirbúa sig vel fyrir atriðin, finna út hvernig gera eigi hlutina svo þeir þurfi ekki að bíða berskjaldaðir lengi meðan á tökunum stendur. „Nei, það er aldrei auðvelt. Þetta er ekki hversdagslegt og ekki skemmtilegt. Þetta varð aldrei auðvelt,“ sagði Johnson um kynlífssenurnar. 

Johnson fékk að vera í litlum nærbuxum ef nærbuxur skyldi kalla á meðan kynlífssenurnar voru teknar upp. Hún var í þveng án banda með einhvers konar lími. „Það er ekki lím, en límkennt. En þær eru bara límkenndar efst, ekki límkenndar alla leið,“ sagði leikkonan sem var að minnsta kosti ekki alveg nakin í kynlífssenunum. Til þess að halda þessum hálfgerðu brókum á henni þurfti að líma þær sérstaklega við líkama hennar. 

Við fyrstu myndina starfaði sérstakur kynlífsráðgjafi en við seinni myndirnar fengu aðstandendur myndarinnar ráð hjá fólki sem kunni á tæki og tól sem voru notuð. „Reglurnar eru mjög mikilvægar. Við vildum ekki gera mynd um eitthvað sem við vorum ekki búin að rannsaka til fulls.“

Dakota Johnson.
Dakota Johnson. AFP
mbl.is