Aron Hannes, Áttan og Dagur í úrslit

Sigurvegarar kvöldsins.
Sigurvegarar kvöldsins. Ljósmyndi Mummi Lú

Lögin Golddigger“ í flutningi Arons Hannesar, „Hér með þér“ í flutningi Áttunnar og „Í stormi“ í flutningi Dags Sigurðssonar komust áfram í úrslit á seinna undanúrslitakvöldi Söngvakeppninnar sem fram fór í Háskólabíói í kvöld.

Þrjú lög tryggðu sér sæti í úrslitunum fyrir viku þegar þjóðin kaus lögin „Ekki gefast upp“ með Fókus hópnum, „Heim“ með Ara Ólafssyni og „Kúst og fæjó“ með Heimilistónum.

Samkvæmt upplýsingum frá Rúv verður enginn svarti Pétur í ár en það er jafnan tilkynnt í lok seinni undankeppninnar. Lögin verða því aðeins sex í úrslitakeppninni 

Sigurlag Söngvakeppninnar verður framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem haldin verður í Lissabon í Portúgal dagana 8., 10. og 12. maí.

Lögin sem eru komin í úrslit en keppnin fer fram í Laugardalshöll 3. mars:

 Golddigger

Höfundar lags: Sveinn Rúnar Sigurðsson, Jóel Ísaksson og Oskar Nyman
Höfundur texta: Valgeir Magnússon
Flytjandi: Aron Hannes

Hér með þér

Höfundar lags: Egill Ploder Ottósson og Nökkvi Fjalar Orrason
Höfundar texta: Egill Ploder Ottósson og Nökkvi Fjalar Orrason
Flytjendur: Áttan - Sonja Valdin og Egill Ploder

Í stormi

Höfundur lags: Júlí Heiðar Halldórsson
Höfundar texta: Júlí Heiðar Halldórsson og Þórunn Erna Clausen
Flytjandi: Dagur Sigurðsson

Heim

Höfundur lags: Þórunn Erna Clausen
Höfundur texta: Þórunn Erna Clausen
Flytjandi: Ari Ólafsson

Kúst og fæjó

Höfundar lags: Heimilistónar (Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Vigdís Gunnarsdóttir)
Höfundar texta: Heimilistónar
Flytjendur: Heimilistónar

Aldrei gefast upp

Höfundar lags: Sigurjón Örn Böðvarsson, Rósa Björg Ómarsdóttir, Michael James Down og Primoz Poglajen
Höfundar texta: Þórunn Erna Clausen og Jonas Gladnikoff
Flytjendur: Fókus hópurinn (Sigurjón Örn Böðvarsson, Rósa Björg Ómarsdóttir, Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir, Karitas Harpa Davíðsdóttir og Eiríkur Þór Hafdal)

Sjö af atriðunum 12 taka þátt í úrslitum Söngvakeppninnar sem …
Sjö af atriðunum 12 taka þátt í úrslitum Söngvakeppninnar sem fara fram 3. mars. Ljósmynd/RÚV
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant