Gefur 141 milljón í Réttlætissjóðinn

Leikkonan Emma Watson tók þátt í stofna Réttlætis-og jafnréttissjóð Bretlands …
Leikkonan Emma Watson tók þátt í stofna Réttlætis-og jafnréttissjóð Bretlands sem er ætlað að styðja ein­stak­linga sem orðið hafa fyr­ir kyn­ferðis­legri áreitni eða mis­notk­un á vinnustað. AFP

Leik- og baráttukonan Emma Watson hefur gefið eina milljón punda, eða 141 milljón króna, í nýstofnaðan Réttlætis-og jafnréttissjóð Bretlands sem er ætlað að styðja ein­stak­linga sem orðið hafa fyr­ir kyn­ferðis­legri áreitni eða mis­notk­un á vinnustað. 

Sjóðurinn er hliðstæður sjóðnum sem stofnaður var í Bandaríkjunum í tengslum við Time's Up-baráttuhreyfinguna og er tímasetningin í Bretlandi engin tilviljun, en sjóðnum hefur verið komið á fót í tengslum við Bafta-verðlaunin sem verða afhent í kvöld. Þar má búast við að svartur verði einkennisklæðnaður kvöldsins sem tákn um stuðning við #metoo-byltinguna.

Frétt mbl.is: Svartur verður einkennisliturinn á Bafta

Yfir 200 breskar leikkonur hafa skrifað undir opið bréf sem birt var í The Observer í dag þar sem þær krefjast þess að kynbundnu ofbeldi og kynferðislegri áreitni verði útrýmt.

Kate Winslet, Emma Watson, Emma Thompson, Kristin Scott Thomas, Keira Knightley og Saoirse Ronan eru á meðal þeirra kvenna sem hafa skrifað undir bréfið.

Emma Watson ásamt leikstjóranum Marai Larasi á Golden Globe-verðlaunahátíðinni í …
Emma Watson ásamt leikstjóranum Marai Larasi á Golden Globe-verðlaunahátíðinni í síðasta mánuði. Hún mun einnig klæðast svörtu á Bafta-verðlaununum í kvöld. AFP

Í frétt BBC kemur fram að um 160 fræðimenn, aðgerðarsinnar og starfsmenn góðgerðarsamtaka komi einnig að stofnun Réttlætis-og jafnréttissjóðsins.

Fjármagn streymir nú til sjóðsins og hafa Keira Knightley og Ton Hiddleston gefið hvor sín 10.000 pundin, eða 1,4 milljónir íslenskra króna.

Í bréfinu segir meðal annars að kominn sé tími til að fagna þeirri mögnuðu samstöðu sem hefur myndast innan bransans síðustu mánuði með því að taka höndum saman og gera hreyfinguna alþjóðlega. „Þessi hreyfing er stærri en breyting í okkar iðnaði einum saman,“ stendur meðal annars í bréfinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler