Beyoncé og Blue Ivy settu upp sjálfusvip

Beyonce og Blue Ivy Carter tóku sjálfu á leiknum.
Beyonce og Blue Ivy Carter tóku sjálfu á leiknum. AFP

Beyoncé og Blue Ivy Carter fylgdust með árlegum stjörnuleik í NBA-deildinni í körfubolta í gær, sunnudag. Jay-Z og yngri systkini Blue Ivy, tvíburarnir Rumi og Sir, voru hvergi sjáanleg í stúkunni. 

Þó svo að það hafi vantað í fjölskylduna á leiknum virtust þær Beyoncé og Blue Ivy skemmta sér vel og sáust þær meðal annars taka sjálfur af sér á leiknum. Blue Ivy er nýorðin sex ára en virðist þó eitthvað hafa lært af móður sinni og setti upp myndavélasvip fyrir myndatökuna. 

Stúkan í Staples Center í Los Angeles var stjörnum prýdd þegar leikurinn fór fram og mátti þar meðal annars sjá vöðvatröllið Arnold Schwarzenegger, leikkonuna Queen Latifah, rapparann Snoop Dogg og leikarana Chris Rock og Jamie Foxx. 

Beyonce og Blue Ivy Carter á körfuboltaleiknum.
Beyonce og Blue Ivy Carter á körfuboltaleiknum. AFP
Arnold Schwarzenegger.
Arnold Schwarzenegger. AFP
Queen Latifah, Shante Broadus, Snoop Dogg og Chance the Rapper.
Queen Latifah, Shante Broadus, Snoop Dogg og Chance the Rapper. AFP
Chris Rock og Jamie Foxx.
Chris Rock og Jamie Foxx. AFP
mbl.is