Fíllinn Trompita fagnaði 57 ára afmælinu

Fíllinn Trompita fagnaði 57 ára afmæli sínu í Aurora-dýragarðinum í Gvatemala um helgina. Eins og alvöru afmælisbarn fékk Trompita að sjálfsögðu afmælisköku. 

Á meðan dýragarðsgestir gæddu sér á hefðbundinni afmælisköku gæddi Trompita sér á sinni afmælisköku sem búin var til úr ávöxtum og grænmeti. 

Trompita og afmæliskakan.
Trompita og afmæliskakan. AFP
Trompita.
Trompita. AFP
mbl.is