Fékk taugaáfall eftir sambandsslitin

Söngkonan Kylie Minogue lenti í ástarsorg í fyrra.
Söngkonan Kylie Minogue lenti í ástarsorg í fyrra. AFP

Fyrir ári slitu söngkonan Kylie Minogue og leikarinn Joshua Sasse trúlofun sinni. Sambandsslitin höfðu mikil áhrif á Minouge en hún greindi frá því í viðtali á dögunum að hún hefði fengið taugaáfall. 

The Sun greinir frá því að söngkona hafi viljað hætta öllu eftir sambandsslitin, Minouge segist hafa þurft að ná heilsu. „Líkami minn var í hættu. Ég held að þeir kalli það taugaáfall,“ sagði söngkonan. 

Þrátt fyrir að sambandsslitin hafi haft svona mikil áhrif á hana er hún bjartsýn þegar kemur að framtíðinni. „Ég fór í gegnum allan tilfinningaskalann, þetta er það sem fólk gerir. Og þetta var ekki rétta sambandið,“ en Minouge segist aldrei hafa dreymt um að gifta sig. 

mbl.is