Neitar að hafa lekið kynlífsmyndbandinu

Blac Chyna fær ekki að nýta sér Kardashian-nafnið.
Blac Chyna fær ekki að nýta sér Kardashian-nafnið. mbl.is/AFP

Fyrirsætan Blac Chyna neitar því að hafa sjálf lekið kynlífsmyndbandinu af sér sem lak á netið á mánudaginn. Er myndbandið sagt vera tekið á síma Chyna síðasta sumar. 

Á myndbandinu sést Chyna veita fyrrverandi kærasta sínum, rapparanum Mechie, munnmök. Rapparinn segist ekki hafa fengið aðgang að myndbandinu. 

Chyna er meðal annars þekkt fyrir að vera barnsmóðir raunveruleikastjörnunnar Rob Kardashian. Kynlífsmyndband var einmitt það sem skaut fyrrverandi mágkonu hennar, Kim Kardashian, upp á stjörnuhimininn. Hótelerfinginn Paris Hilton á svipaða sögu og vinkona hennar Kim Kardashian. 

Auk þess sem Chyna neitar að hafa lekið myndbandinu sjálf þvertekur fólk náið henni fyrir að hún hafi sýnt einhverjum myndbandið. Samkvæmt TMZ hefur síma Chyna þó ekki verið stolið og ekki eru augljós merki um að brotist hafi verið inn í hann. Önnur myndbönd eða myndir fylgdu heldur ekki lekanum. Er Chyna sögð hafa leitað til lögreglu vegna málsins. 

mbl.is