Oprah gefur 50 milljónir eins og Clooney

Oprah Winfrey og Clooney nýta peninga sína til góðs.
Oprah Winfrey og Clooney nýta peninga sína til góðs. Samsett mynd

Oprah Winfrey ætlar gefa 500 þúsund dollara eða um 50 milljónir íslenskra króna til styrktar kröfugöngu í Bandaríkjunum í mars þar sem krafist verður hertari laga um skotvopn. Winfrey tilkynnti um framlag sitt eftir að hjónin George og Amal Clooney tilkynntu að þau hygðust gefa 500 þúsund dollara. 

Winfrey tilkynnti um ákvörðun sína á Twitter þar sem hún sagðist ekki geta verið meira sammála Clooney-hjónunum. 

Nemendur við skóla í Flórída þar sem maður skaut 17 manns til bana í síðustu viku standa fyrir viðburðinum. Sagði Gorge Clooney í tilkynningu samkvæmt E! að framtak unga fólksins hefði veitt honum og eiginkonu hans innblástur, fjölskylda hans myndi ganga 24. mars. Framlagið var gefið í nafni ungra tvíbura þeirra, Ellu og Alexander. 

Lady Gaga, Justin Bieber, Morgan Freeman og Steven Spielberg eru einnig sögð hafa lagt málefninu lið. Grínleikkonan Amy Schumer afþakkaði einnig gjafir þegar hún gifti sig í síðustu viku og bað um að fólk styrkti frekar málefni tengd skotvopnaöryggi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson