Theroux óöruggur vegna miða frá Brad Pitt

Jennifer Aniston og Justin Theroux hafa slitið sambandi sínu.
Jennifer Aniston og Justin Theroux hafa slitið sambandi sínu. AFP

Leikarahjónin Jennifer Aniston og Justin Theroux tilkynntu um skilnað sinn í síðustu viku. Ástæða skilnaðarins er ekki ljós en Aniston er meðal annars sögð hafa viljað búa í Los Angeles en Theroux  í New York. Önnur kenning er sú að gamlir minnismiðar frá Brad Pitt hafi ollið erfiðleikum. 

Heimildamaður Us Weekley segir að fyrr tveimur árum hafi Theroux fundið minnismiða sem Aniston hélt upp á. Á miðana hafði fyrrverandi eiginmaður hennar, Brad Pitt, skrifað innilegar kveðjur. „Jen fullvissaði hann um að miðarnir skiptu engu máli, en Justin var ekki yfir sig ánægður,“ sagði heimildamaðurinn. „Justin átti óöryggisstundir eins og þessar.“

Hvort sem miðarnir hafi haft eitthvað með skilnaðinn að gera er ekki hægt að segja til um en ólíklegt er að Aniston byrji aftur með Pitt þó svo að margir geri sér vonir um að þau endurnýji kynni sín. Þrátt fyrir að Aniston hafi viðurkennt að vera enn í sambandi við Pitt þá sagði heimildarmaður E! að hún talaði aldrei um hann. „Sá kafli er lokaður og er í fortíðinni,“ sagði hann. 

Jennifer Aniston og Brad Pitt voru eitt sinn hjón.
Jennifer Aniston og Brad Pitt voru eitt sinn hjón. AFP
mbl.is