Beckham komin á hækjur

Victoria Beckham er á hækjum.
Victoria Beckham er á hækjum. AFP

Fatahönnuðurinn og fína kryddið Victoria Beckham sást með stóra spelku á vinstri fæti og á hækjum í London í dag, föstudag. Er Beckham talin hafa brotið fót sinn í skíðaferðalagi með fjölskyldunni. 

Daily Mail greinir frá því að Beckham-fjölskyldan hafi verið í Kanada ásamt foreldrum Victoriu. Er talið að hún hafi brotið fótinn í brekkunni. 

Þrátt fyrir að vera með stóra spelku á fætinum skildi hún ekki hælaskóna eftir heima og skartaði skóm með lágum hæl í ferð sinni í London. mbl.is