Danskur prins gekk fyrir Burberry

Nikolai Danaprins kom fram á tískusýningu Burberry.
Nikolai Danaprins kom fram á tískusýningu Burberry. skjáskot/Instagram

Síðasta vika var viðburðarík hjá Nikolai Danaprins. Afi hans, Hinrik prins, var borinn til grafar í vikunni, aðeins nokkrum dögum áður kom hann fram á tískusýningu Burberry á tískuvikunni í Lundúnum. 

Nikolai er 18 ára og sjöundi í erfðaröð dönsku krúnunnar en hann er sonur Jóakims Danaprins og fyrrverandi eiginkonu hans Alexöndru greifynju. Hann tók þátt í tískusýningunni þrátt fyrir lát afa síns en ritari konungsfjölskyldunnar sagði við Eksta Bladet að þáttaka Nikolai hafi verið skipulögð með löngum fyrirvara. 

Nikolai var við útför afa síns á þriðjudaginn auk þess sem hann heimsótti hann á spítalann rétt áður en hann lést. 

Jóakim Danaprins heimsótti föður sinn á spítalann ásamt sonum sínum ...
Jóakim Danaprins heimsótti föður sinn á spítalann ásamt sonum sínum Felix og Nikolai. AFP
mbl.is