„Ég kenndi sjálfum mér um“

Brendan Fraser opnaði sig um kynferðislega áreitni.
Brendan Fraser opnaði sig um kynferðislega áreitni. skjáskot/Instagram

Leikarinn Brendan Fraser stóð á hápunkti frægðar sinnar rétt eftir aldamót en minna hefur farið fyrir Fraser undafarin ár. Hann segir að það hafi eitthvað með það að gera að hann varð fyrir kynferðislegri áreitni sumarið 2003 af háttsettum í Hollywood. 

Fraser tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega um atvikið í viðtali við GQ. „Ég varð þunglyndur. Ég kenndi sjálfum mér um og leið ömurlega,“ sagði Fraser sem reyndi að telja sér trú um að þetta hefði ekki verið neitt. „Sumarið hélt áfram og ég man ekki hvað ég fór að vinna að næst,“ sagði Fraser um hvernig honum leið eftir atvikið. 

Fraser lýsir atvikinu sem átti sér stað í hádegisverði á hóteli í Beverly Hills þannig að Philip Berk hafi gripið um aðra rasskinnina á honum, því næst hafi hann stungið einum fingri inn í rassinn á honum og byrjað að hreyfa fingurinn. Berk var formaður The Hollywood Foreign Press Association (HFPA), samtök blaðamanna og ljósmyndara sem fjalla um skemmtanabransann og standa meðal annars fyrir Golden Globe-verðlaununum. 

„Mér leið illa. Mér leið eins og ég væri lítið barn. Mér leið eins og það væri bolti í hálsinum á mér. Ég hélt að ég færi að gráta,“ segir Fraser þegar hann lýsir tilfinningum sínum eftir að hann losaði hönd Berks. 

Fraser fór heim og sagði fyrrverandi eiginkonu sinni frá atvikinu. Hann steig ekki fram með söguna en krafðist afsökunar af samtökunum sem Berk var í forsvari fyrir. Hann fékk afsökunarbeiðni frá Berk þar sem hann baðst afsökunar á því að hafa gert eitthvað til þess að koma Fraser í uppnám, það væri þó ekki meðvitað. 

Í kjölfar þess að margar konur í Hollywood stigu fram með sögur af kynferðislegu ofbeldi og Metoo-byltingarinnar fékk Fraser styrk til þess að segja sögu sína.

Berk heldur því þó fram að lýsingar Fraser séu vitleysa og það að stjarna Frasers hafi fallið sé ekki samtökunum að kenna. Áður hefur hann greint frá því að hann hafi klipið í rassinn á Fraser í gríni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason