Rachel McAdams sögð eiga von á barni

Rachel McAdams hefur gefið út að hana langi til að ...
Rachel McAdams hefur gefið út að hana langi til að eignast börn. AFP

Leikkonan Rachel McAdams er sögð eiga von á barni með kærasta sínum, handritshöfundinum Jamie Linden. McAdams heldur einkalífi sínu vel utan sviðsljóssins en athygli vakti þegar hún mætti ekki á frumsýningu nýjustu myndar sinnar, Game Night, í vikunni. 

E! greinir frá því að margir heimildamenn hafi staðfest óléttu McAdams þó svo að Notebook-stjarnan hafi ekkert gefið upp. 

Mun þetta vera fyrsta barn McAdams en hún hefur áður sagt frá því að hana langi til þess að verða móðir. 

mbl.is