Skilin stuttu eftir að heilaæxli var fjarlægt

Claire Foy sló í gegn sem Elísabet Englandsdrottning.
Claire Foy sló í gegn sem Elísabet Englandsdrottning. AFP

Breska leikkonan Claire Foy hefur tilkynnt að hún og eiginmaður hennar, leikarinn Stephen Campbell, séu skilin að borði og sæng. Hjónin hafa verið gift í fjögur ár og eiga saman tveggja ára gamla dóttur. 

Foy sló í gegn árið 2016 fyrir hlutverk sitt sem Elísabet Englandsdrottning í sjónvarpsþáttunum The Crown á Netflix. Á meðan stjarna Foy hefur risið hratt hefur Campbell glímt við veikindi. 

Campell þurfti að láta fjarlægja heilaæxli úr sér síðastliðið sumar í annað sinn á fimm árum. Líklegt er að hjónin hafi slitið samvistir um það leyti eða stuttu eftir það miðað við orð Foy en í yfirlýsingu frá henni samkvæmt Daily Mail slitu þau sambandinu fyrir allnokkru. 

„Við, eins og allir aðrir, aðlögumst nýjum aðstæðum. Það sem er eðlilegt í dag er ekki eðlilegt á morgun, það er bara það sem er að gerast,“ sagði Cambpell um skyndilega frægð eiginkonu sinnar í viðtali við Telegraph í lok september í fyrra. 

Foy í The Crown.
Foy í The Crown.
mbl.is