Leikkonan Emma Chambers er látin

Leikkonan Emma Chambers.
Leikkonan Emma Chambers. Ljósmynd/IMBD

Breska leikkonan Emma Chambers er látin 53 ára að aldri. Hún var meðal annars þekkt fyrir leik sinn í kvikmyndinni Notting Hill, gamanþáttunum The Vicar of Dibley svo fátt eitt sé nefnt. Umboðsmaður hennar staðfestir þetta. BBC  greinir frá. 

Chambers lést af eðlilegum orsökum á miðvikudagsmorgun síðastliðinn. Hún fæddist í bænum Doncaster 11. mars árið 1964. Hún lætur eftir sig eiginmann, Ian Dunn, sem einnig er leikari.  

„Emma skapaði fjölmargar persónur, var afkastamikill listamaður og gladdi marga,“ segir John Grant umboðsmaður hennar.  

Fjölmargir hafa lýst sorg sinni við fráfall leikkonunnar á samfélagsmiðlum.

 

 

Chambers var kunn fyrir gamanleik sinn. Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegt brot út gamanþættinum The Vicar of Dibley.



Skjáskot/Notting Hill
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson