Fangar og Undir trénu sigursælust á Eddunni

Fólkið á bak við Undir trénu uppi á sviði eftir …
Fólkið á bak við Undir trénu uppi á sviði eftir að hafa tekið á móti Eddunni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sjónvarpsþáttaröðin Fangar hlaut flestar Eddur þegar verðlaun Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍKSA) voru afhent við hátíðlega athöfn í kvöld. Fangar höfðu verið tilnefndir til 14 verðlauna og hlutu alls tíu, meðal annars fyrir leikið sjónvarpsefni og sjónvarpsefni ársins.

Fólkið á bak við Fanga á Eddu-hátíðinni.
Fólkið á bak við Fanga á Eddu-hátíðinni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kvikmyndin Undir trénu, sem tilnefnd hafði verið til 12 verðlauna hlaut samtals sjö, þeirra á meðal sem kvikmynd ársins, fyrir leikstjórn, handrit og bestan leik í þremur flokkum.

Unnsteinn Manuel Stefánsson.
Unnsteinn Manuel Stefánsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sjónvarpsmaður ársins var valinn Unnsteinn Manuel Stefánsson. Kveikur var valinn frétta- eða viðtalsþáttur ársins. Heiðursverðlaunin komu í hlut Guðnýjar Halldórsdóttur sem við afhendinguna var sögð „frumkvöðull í framvarðarsveit íslenskra kvikmyndagerðarkvenna og framlag hennar til fagsins ómetanlegt“.

Hafsteinn Gunnar Sigurðsson hlaut verðlaun sem leikstjóri ársins fyrir Undir …
Hafsteinn Gunnar Sigurðsson hlaut verðlaun sem leikstjóri ársins fyrir Undir trénu. mbl.is/Kristinn Magnússon

WIFT – Félag kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi stóð fyrir áhrifaríkum gjörningi í upphafi verðlaunaafhendingarinnar undir slagorðinu #égerhér, en fjöldi kvenna bar rauðar nælur með þeim orðum. Slagorðið #égerhér hefur á síðustu mánuðum verið notað meðal kvenna í sviðslistum til að sýna samstöðu með þeim konum sem hafa deilt reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi, áreitni eða mismunun í starfi. Orðin má einnig túlka sem háværa rödd kvenna í sjónvarps- og kvikmyndagerð um það að þær séu mikilvægur hluti af bransanum.

Heildarlisti vinningshafa:

Kvikmynd ársins

Undir trénu 

framleidd af Netop Films

Leikstjórn

Hafsteinn Gunnar Sigurðsson fyrir Undir trénu

Handrit

Huldar Breiðfjörð og Hafsteinn Gunnar Sigurðsson

fyrir Undir trénu

Leikkona í aðalhlutverki

Edda Björgvinsdóttir

fyrir Undir trénu

Leikari í aðalhlutverki

Steinþór Hróar Steinþórsson

fyrir Undir trénu

Leikkona í aukahlutverki

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

fyrir Fanga

Leikari í aukahlutverki

Sigurður Sigurjónsson

fyrir Undir trénu

Heimildamynd

Reynir Sterki

framleidd af Glassriver

Stuttmynd ársins

Atelier – framleidd af Den danske filmskole

Sjónvarpsmaður ársins

Unnsteinn Manuel Stefánsson

fyrir Hæpið

Skemmtiþáttur

Áramótaskaup 2017

framleitt af Glassriver

Menningarþáttur

Framapot

framleitt af Sagafilm

Mannlífsþáttur

Leitin að upprunanum

framleitt af Stöð 2

Frétta- eða viðtalsþáttur

Kveikur – framleitt af RÚV

Barna- og unglingaefni

Sumarbörn 

framleitt af Ljósbandi

Upptöku- eða útsendingastjórn

Helgi Jóhannesson og

Vilhjálmur Siggeirsson

fyrir Söngvakeppnina 2017

Leikið sjónvarpsefni

Fangar

framleitt af Mystery

Productions

Sjónvarpsefni ársins

Fangar

Tónlist

Pétur Ben fyrir Fanga

Hljóð

Huldar Freyr Arnarson, Pétur Einarsson og Daði Georgsson

fyrir Fanga

Kvikmyndataka

Árni Filippusson fyrir Fanga

Klipping

Valdís Óskarsdóttir, Sigurður Eyþórsson og Sverrir Kristjánsson

fyrir Fanga

Leikmynd

Heimir Sverrisson fyrir Fanga

Búningar

Helga Rós V. Hannam

fyrir Fanga

Gervi

Áslaug Dröfn Sigurðardóttir

fyrir Fanga

Brellur

The Gentlemen Broncos, Alexander Schepelern, Emil Pétursson og Snorri Freyr Hilmarsson

fyrir Undir trénu

Heiðursverðlaun

Guðný Halldórsdóttir

Sigrún Ósk Kristjánsdóttir tók á móti Eddunni fyrir mannlífsþátt ársins, …
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir tók á móti Eddunni fyrir mannlífsþátt ársins, Leitin að upprunanum. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra afhenti verðlaun á hátíðinni.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra afhenti verðlaun á hátíðinni. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson