Fór að pissa og gleymdi að deyja

Gréta Salóme í hlutverki Meg Giry í Phantom of the …
Gréta Salóme í hlutverki Meg Giry í Phantom of the Opera. Ljósmynd/Gréta Salóme

Það gekk á ýmsu í sýningu Phantom of the Opera í Hörpu í gærkvöldi. Hlöðver Sigurðsson, sem fer með hlutverk Ubaldo Piangi, gleymdi að deyja á sviðinu því hann fór á salernið. Þá tognaði Gréta Salóme Stefánsdóttir, sem fer með hlutverk Meg Giry, á kálfa á æfingu fyrir sýningu.

„Hann þurfti bara að fara að pissa og gleymdi því að hann ætti að drepast á sviðinu,“ segir Gréta Salóme, sem einnig leikstýrir sýningunni, í samtali við mbl.is. „Ég sagði honum að hann myndi bara pissa í hléi í dag,“ segir hún og hlær. Fjórða og síðasta sýning söngleiksins fræga eftir Andrew Loyd Webber er í kvöld.

Haltraði yfir sviðið

Gréta tognaði svo sjálf á kálfa rétt fyrir sýningu. Þurfti hún að fá sprautu og var teipuð á kálfa, en hún leikur balletdansara í sýningunni. „Ég haltraði þarna yfir sviðið og svo gleymdum við að drepa einn mann á sviðinu,“ segir hún hlæjandi en tekur fram að sýningin hafi þó heppnast mjög vel.

„Við vorum að hita upp rétt fyrir sýningu og heyri eitthvað í kálfanum og bara get ekki stigið í hann,“ segir Gréta um óhappið. Þá var kallaður út hjúkrunarfræðingur og sjúkraliði og náði hún að haltra sig í gegnum sýninguna.

Gréta Salóme bæði leikur í og leikstýrir sýningunni.
Gréta Salóme bæði leikur í og leikstýrir sýningunni. Ljósmynd/ Þórður Arnar Þórðarson

Tilbúin í síðustu sýninguna

„Ég skal alveg viðurkenna það að ég hef átt talsvert auðveldari sýningar,“ segir hún en er klár í fjórðu og síðustu sýninguna í kvöld.

Hún hefur ekki áður leikstýrt svo stórri sýningu en kveðst ánægð með útkomuna. „Þetta er búið að vera magnað ferli og ég gæti ekki verið ánægðari með verkefni til þess að fá frumraun í leikstjórn.“

„En við drepum Hlöðver á sviðinu í kvöld, það er alveg á hreinu,“ segir hún að lokum og hlær.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler