Guðný hlaut heiðursverðlaun Eddunnar

Guðný tekur við verðlaununum úr hendi Katrínar Jakobsdóttur.
Guðný tekur við verðlaununum úr hendi Katrínar Jakobsdóttur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðný Halldórsdóttir Laxness var sæmd heiðursverðlaunum Eddunnar fyrr í kvöld. Guðný á að baki rúmlega 40 ára starfsferil við kvikmyndir, barnaefni, sjónvarpsmyndir og þáttaraðir, sem framleiðandi, handritshöfundur og leikstjóri. Hún lærði kvikmyndagerð í Alþjóðlega kvikmyndaskólanum í London.

Það var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sem afhenti henni verðlaunin. 

Guðný Halldórsdóttir, heiðursverðlaunahafi Eddunnar.
Guðný Halldórsdóttir, heiðursverðlaunahafi Eddunnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Meðal verka Guðnýjar má nefna Kristnihald undir Jökli, frumraun hennar sem leikstjóra sem gerð var eftir samnefndri sögu föður hennar, Nóbelskáldsins Halldórs Laxness.

Guðný, eða Duna eins og hún er kölluð, er einnig handritshöfundur hinnar ástsælu kvikmyndar Stellu í orlofi sem kom út árið 1986 og framhaldsmyndarinnar Stella í framboði frá 2002 en hún leikstýrði seinni myndinni einnig.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant