Segir Houston ekki hafa dáið vegna fíkniefna

Whitney Houston og Bobby Brown voru hjón.
Whitney Houston og Bobby Brown voru hjón. MARK LENNIHAN

Tónlistarmaðurinn Bobby Brown efast um að fyrrverandi eiginkona hans, söngkonan Whitney Houston, hafi dáið af völdum fíkniefna þrátt fyrir að það komi fram í skjölum dánardómstjóra í Los Angeles að hún hafi neytt kókaíns fyrir lát sitt. 

„Ég held að hún hafi ekki dáið af völdum fíkniefna,“ sagði Brown í viðtali við Rolling Stone. „Hún var að vinna mikið í sjálfri sér til þess að reyna að vera edrú.“

Var Brown ekki einungis sannfærður um að fíkniefni hafðu ekki verið ástæða dauða Houston þar sem hann tók einnig fyrir að efni hefðu fundist í líkama hennar. Ástæða dauðans væri frekar sorg. 

Sex ár eru síðan að söngkonan drukknaði í baði á hótelherbegi sínu. Hjarta Houston var orðið slæmt og gerði kókaínneyslan illt verra. Dóttir þeirra Brown og Houston, Bobbi Kristina Brown, lést þremur árum seinna, einnig í baði, en hún hafði líkt og móðir sín tekið inn fíkniefni. 

Bobbi Kristina Brown ásamt móður sinni, Whitney Houston.
Bobbi Kristina Brown ásamt móður sinni, Whitney Houston. mbl.is/Cover Media
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson