Faðir í fimmta sinn á sextugsaldrinum

Hugh Grant og Anna Eberstein eru sögð hafa eignast barn ...
Hugh Grant og Anna Eberstein eru sögð hafa eignast barn í síðustu viku. mbl.is/AFP

Leikarinn Hugh Grant varð faðir í fimmta skipti í síðustu viku en fyrrverandi kærasta Hugh Grant, Elisabeth Hurley, greindi frá því í sjónvarpsþætti í gær, fimmtudag. 

Daily Mail greinir frá því að Hurley hafi ekki bara greint frá því að fimmta barn leikarans væri komið í heiminn heldur líka að hann hafi verið orðinn 50 ára þegar hann gat öll börnin. Í janúar greindi móðir Önnu Eberstein, barnsmóður Grant, frá því að parið ætti von á þriðja barninu saman. 

Hurley og Grant hættu saman árið 2000 eftir 13 ára samband. Þau eru þó enn góðir vinir og er Grant, svo dæmi sé tekið, guðfaðir sonar hennar. 

Elizabeth Hurley var með Hugh Grant í 13 ár.
Elizabeth Hurley var með Hugh Grant í 13 ár. AFP
mbl.is