Aniston og Theroux náðu samkomulagi

Jennifer Aniston og Justin Theroux tilkynntu um sambandsslit sín í ...
Jennifer Aniston og Justin Theroux tilkynntu um sambandsslit sín í febrúar. AFP

Leikarahjónin Jennifer Aniston og Justin Theroux tilkynntu skilnað sinn fyrir nokkrum vikum. Hjónin eiga engin börn en þurftu þó að komast að samkomulag um forræði þar sem þau áttu hunda saman. 

In Tocuh greinir frá því að þau hafi náð samkomulagi um forræði yfir fjórum hundum sínum. Aniston fær að hafa þá Dolly, Clyde og Sophie en Theroux heldur einum hundi af tegundinni Pit bull. 

Heimildamaður segir að hjónin hafi litið á hundana sem börnin sín og Aniston haldi hundunum sem voru í Los Angeles en Theroux hafi New York-hundinn hjá sér. Vill heimildamaðurinn einnig meina að hundarnir hafi verið stærsta ágreiningsatriðið í sambandsslitunum. 

mbl.is