Glitti í giftingahring á baugfingri

Robin Wright fann loksins ástina.
Robin Wright fann loksins ástina. AFP

House of Cards-leikkonan Robin Wright og kærasti hennar, hinn franski Clement Giraudet, mættu á fótboltaleik í París með eins gullhringi í síðustu viku. Báru þau hringana á baugfringri sem bendir til þess að parið sé annaðhvort gift eða að minnsta kosti í brúðkaupshugleiðingum. 

Í desember greindi Page Six frá sambandi Wright og Giraudet sem vinnur fyrir franska tískuhúsið Saint Laurent. 

Leikkonan sem skildi við leikarann Sean Penn árið 2010 eftir 14 ára hjónaband og tilkynnti um trúlofun sína og leikarans Ben Foster árið 2014 virðist loksins hafa fundið ástina. „Ég gæti ekki verið hamingjusamari í einkalífinu eftir að hafa hitt hinn eina rétta,“ sagði Wright í nýlegu viðtali við Matches Fashion. „Það tók mig nógu langan tíma.“

mbl.is