Ronaldo nýtur lífsins á Íslandi

Cristiano Ronaldo fagnar marki á laugardag.
Cristiano Ronaldo fagnar marki á laugardag. AFP

Portúgalski knattspyrnukappinn Cristiano Ronaldo er staddur í fríi á Íslandi ásamt kærustu sinni, Georginu Rodriguez.

Rodriguez birti myndir af parinu hér á landi. Á tveimur myndum eru þau í vélsleðaferð en á þeirri þriðju njóta þau kaffibolla á ónefndu hóteli hér á landi.

☃️❤️☃️ Maravillas de la naturaleza...

A post shared by Georgina Rodríguez (@georginagio) on Mar 12, 2018 at 7:04am PDT

Ronaldo skoraði bæði mörk Real Madrid í 2:1-sigri gegn Eibar í spænsku 1. deildinni á laugardag en næsti leikur Real er eftir sex daga.

mbl.is