Emma Watson komin með nýjan

Emma Watson er komin nýjan kærasta.
Emma Watson er komin nýjan kærasta. AFP

Leikkonan Emma Watson virðist vera komin með nýjan mann upp á arminn en Watson og leikarinn Chord Overstreet hafa sést saman að undanförnu.

Harry Potter-stjarnan og Overstreet sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt í söngvaþáttunum Glee voru mynduð saman nýlega þar sem þau héldust í hendur í Los Angeles. 

„Þau kynntust í gegnum vini,“ sagði heimildamaður People um parið. „Þau gætu virkað eins og furðulegt par en þau eru reyndar með svipaða persónuleika.“

Myndin kemur rétt eftir að þau sáust yfirgefa saman Óskarsverðlaunapartý Vanity Fair á aðfaranótt mánudags í síðustu viku.

Watson hætti með William Knight, kærasta sínum til tveggja ára, á síðasta ári en Watson er þekkt fyrir að halda einkalífinu fyrir sig. 

mbl.is