Harry kennir Meghan á vinstri umferðina

Harry hjálpar Meghan í vinstri umferðinni.
Harry hjálpar Meghan í vinstri umferðinni. AFP

Meghan Markle  þarf að aðlagast nýjum siðum og venjum fyrir brúðkaup sitt og Harry Bretaprins í maí. Eitt af því sem hún er að æfa sig í er að keyra í vinstri umferð. 

Fólk utan Evrópusambandsins hefur leyfi til þess að nota ökuskírteini sitt í heilt ár frá því að það flytur til landsins en ef það vill halda áfram að keyra þarf það að taka ökupróf í Bretlandi. Meghan er hins vegar ekki bara að æfa sig á vinstri umferðinni heldur líka að keyra beinskiptan bíl. 

Daily Mail greinir frá því að bæði Harry og lögreglumenn eru að hjálpa Meghan við að aðlagast nýjum venjum í umferðinni en hingað til hefur hún keyrt sjálfskiptan bíl í bæði Bandaríkjunum og Kanda þar sem hún bjó áður en hún flutti til Bretlands. 

Meghan er þó ekki að æfa sig að keyra á Oxford Street eða öðrum umferðarþungum götum í London. Hefur hún hingað til verið að keyra um lóð Kensington-hallar þar sem hún býr ásamt Harry. 

Harry og Meghan.
Harry og Meghan. AFP
mbl.is