Leikarar „Miklahvells“ minnast Hawking

Leikarahópurinn í The Big Bang Theory minnist Hawking með hlýju ...
Leikarahópurinn í The Big Bang Theory minnist Hawking með hlýju og þakklæti. Hawking kom sex sinnum fyrir í þáttunum. Ljósmynd/Twitter

Þrátt fyrir að hafa þurft að mæta ótal hindrunum á lífsleiðinni kom breski eðlis­fræðing­ur­inn og heims­fræðing­ur­inn Stephen Hawk­ing víða við á ferli sínum, sem er afar fjölbreyttur og spannar allt frá hefðbundnum fræðistörfum til hlutverka í sjónvarpsþáttum.

Hawking, sem lést í nótt, 76 ára að aldri, er líklega þekkt­ast­ur fyr­ir fram­lag sitt til þess að gera vís­indi og heims­fræði aðgengi­leg al­menn­ingi.  

Árið 1988 skrifaði Hawking bókina A Bri­ef History of Time, sem þýdd hef­ur verið á ís­lensku sem Saga tím­ans. Í bók­inni reyndi hann að út­skýra á aðgengi­leg­an hátt upp­haf al­heims­ins og sögu hans, allt frá Mikla­hvelli.

Leikarar samnefndrar þáttaraðar, The Big Bang Theory, minnast Hawking með miklu þakklæti, en Hawking kom nokkrum sinnum fram í þáttunum.

Hawking kom fyrst fram í fimmtu þáttaröðinni  þegar Sheldon Cooper, sem leikinn er af Jim Parsons, hittir Hawking sem er hans helsta átrúnaðargoð.

Hawking bregður fyrir í sex þáttum, síðast í september þegar nýjasta þáttaröðin hóf göngu sína. Leikarar og starfsfólk þáttanna minnast Hawking með hlýju og þakklæti. Húmor Hawking er þeim einnig minnistæður. „Takk fyrir að veita okkur og öllum heiminum innblástur,“ segir í færslu á Twitter-aðgangi þáttanna. 

We will miss one of the best recurring characters.

A post shared by Bill Prady (@billprady) on Mar 13, 2018 at 11:13pm PDTRIP #stephenhawking Not only your brilliance, but your sense of humor will be sorely missed by all. “Life would be tragic if it weren’t funny.” — Stephen Hawking

A post shared by Johnny Galecki (@sanctionedjohnnygalecki) on Mar 13, 2018 at 9:28pm PDT

Thank you, Stephen Hawking. ❤️

A post shared by Jim Parsons (@therealjimparsons) on Mar 14, 2018 at 6:52am PDT

The Big Bang Theory er ekki eini þátturinn sem Hawking kom fram í á lífsleiðinni, en hann kom einnig fram í Star Trek: The Next Generation og The Simpsons.

Hawking taldi það mikilvæg að vekja áhuga almennings á vísindum og kom af þeim sökum meðal annars fram í hinum ýmsu sjónvarpsþáttum. Hawking var hrifinn af The Big Bang Theory, sérstaklega vegna þess hversu nákvæm vísindin sem spila stórt hlutverk í þáttunum eru.

mbl.is