Stórkostlegt afrek að verða 60 ára

Sharon Stone er sextug og hamingjusöm.
Sharon Stone er sextug og hamingjusöm. AFP

Leikkonan Sharon Stone varð sextug á laugardaginn. Í viðtali við Mirror  viðurkennir hún að það hafi ekki hvarflað að henni að hún yrði hamingjusöm að verða sextug. 

Stone segir það vera gamalt að verða 60 ára. Það hafi verið mikið afrek fyrir hana þar sem bara það að verða fimmtug var ekki endilega gefið. Fyrir 17 árum fékk Stone heilablóðfall og dó næstum því. 

„Ég fékk heilablæðingu og heilablóðfall sem entist í níu daga. Þeir gáfu mér fimm prósent líkur á því að lifa af,“ sagði Stone. 

Ferill Stone er komin á fullt aftur og er hún meðal annars að fara að leika í mynd eftir Martin Scorsese. Það tók Stone þó langan tíma að ná heilsu til þess að byrja vinna aftur enda missti hún getuna til þess að tala, missti heyrn, sjón og tilfinningu í vinstri fæti. Hún gat ekki einu sinni skrifað nafn sitt í þrjú ár 

Sharon Stone.
Sharon Stone. AFP
mbl.is