Þyngdist um 18 kíló

Kylie Jenner er nýorðin móðir.
Kylie Jenner er nýorðin móðir. AFP

Raunveruleikastjarnan og snyrtivöruframleiðandinn Kylie Jenner eignaðist sitt fyrsta barn fyrir stuttu. Jenner svaraði spurningum aðdáanda sinna á Twitter nýlega þar sem hún greindi frá því að hafa þyngst um 18 kíló á meðgöngunni. 

Stjarnan segir það versta við meðgönguna hafi verið að geta ekki borðað sushi. Svo hrár fiskur og hrísgrjón áttu að minnsta kosti ekki þátt í þyngdaraukningunni.

Hún fékk hins vegar æði fyrir frosnum vöfflum á meðgöngunni. Hún hafði aldrei kunnað vel við þær áður en hún varð ólétt né eftir að hún fæddi barnið sem hún hélt lengi vel að væri strákur en barnið reyndist síðar vera stúlka. 

my angel baby is 1 month old today

A post shared by Kylie (@kyliejenner) on Mar 1, 2018 at 2:50pm PST

mbl.is