Björk með tónleika í Háskólabíó í apríl

Björk mun hefja tónleikaferð sína vegna Utopiu í Háskólabíói.
Björk mun hefja tónleikaferð sína vegna Utopiu í Háskólabíói.

Tónlistarkonan Björk hefur tónleikaferð sína vegna Utopiu í Háskólabíó fimmtudaginn 12. apríl nk. Um er að ræða generalprufu tónleikaferðar Bjarkar um heiminn „þar sem afrakstur margra mánaða vinnu verður prufukeyrður í fyrsta sinn fyrir áhorfendur,“ að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Tónleikarnir eru liður í útgáfu Útópíu sem er 10. sólóplata Bjarkar og  kom út í lok síðasta árs, en Björk er án efa þekktasti listamaður Íslands fyrr og síðar. Plötur hennar hafa selst í milljónum eintaka út um allan heim og fyrir þá síðustu Vulnicura vann hún m.a. Brit verðlaunin sem besta alþjóðlega söngkonan

Ásamt Björk koma fram á tónleikunum í Háskólabíói 7 flautuleikarar, slagverksleikari og raftónlistarmaður, en hópurinn hefur verið við æfingar á Íslandi sl. vikur. Þá verður leikmynd tónleikaferðarinnar frumsýnd í Háskólabíó, en hún er hönnuð af Heimi Sverrissyni og smíðuð í Irma studios. Danshöfundur er Margrét Bjarnadóttir.

Miðasala hefst á tix.is föstudaginn 16. mars kl. 12, en afar takmarkað magn miða verður í boði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson