Piparsveinninn farinn af landi brott

Piparsveinninn Arie Luyendyk og unnusta hans Lauren Burnham.
Piparsveinninn Arie Luyendyk og unnusta hans Lauren Burnham. skjáskot/Instagram

Umdeildi piparsveinninn Arie Luyendyk og unnusta hans Lauren Burnham úr raunveruleikaþáttunum The Bachelor eru farin af landi brott. Parið dvaldi hér á landi í nokkra daga en flaug í morgun með Wow til Barcelona. 

Skötuhjúin nýttu tímann á vel og skoðuðu náttúru Íslands í ferðinni. Í gær, miðvikudag, fóru þau meðal annars í Bláa lónið og í hellaferð í Raufarhólshelli. 

Luydendyk og Burham voru dugleg að sýna frá ferðum sínum og samfélagsmiðlum. Eins og fleiri ferðamenn voru þau ánægð með Íslandsdvölina og greindi Luyendyk frá því að mamma hans hafi sagt við hann að hann hafi aldrei virkað hamingjusamari en á Íslandi. Ástin spilaði örugglega inn í en íslenska loftið á örugglega sinn þátt í því. 

Cold hands, warm hearts.🖤

A post shared by Lauren Burnham 🌹 (@laureneburnham) on Mar 14, 2018 at 2:44pm PDT

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að komast hjá því að verkefnaskrá þín lengist í dag. Taktu ekki of mikið mark á hugsunum þínum í dag því þær markast af skorti á sjálfstrausti.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að komast hjá því að verkefnaskrá þín lengist í dag. Taktu ekki of mikið mark á hugsunum þínum í dag því þær markast af skorti á sjálfstrausti.