Gleðin við völd á Sónar Reykjavík

Sónar Reykjavík fer fram í Hörpu um helgina.
Sónar Reykjavík fer fram í Hörpu um helgina. Ljósmynd/Stefán Pálsson/Sónar Reykjavík

Tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík fór vel af stað í gær og var mikil stemming í Hörpu að sögn skipuleggjenda. Meðal þeirra sem komu fram í gær voru Danny Brown, TOKiMONSTA, The Joey Christ Show, Vök, Blissful, GusGus, Cyber auk fleiri. 

Hátíðin fer fram í Hörpu um helgina á fjórum sviðum. Alls er boðið upp á tónleika rúmlega 50 hljómsveita og listamanna á hátíðinni, meðal annars í bílakjallara hússins sem breytt verður í næturklúbb. 

Aldarfjórðungs afmæli Sónar er fagnað á hátíðinni í Reykjavík. Sónar hófst í Barcelona árið 1994 og síðan hafa Sónar hátíðir farið fram á nokkrum vel völdum stöðum í heiminum. Fyrsta Sónar hátíð ársins 2018 fer fram á Íslandi. Í kjölfar Sónar Reykjavík fara síðan fram Sónar hátíðir í Hong Kong, Istanbul, Barcelona, Bogotá og Buenos Aires síðar á árinu.

Í kvöld koma meðal annarra fram Sykur, Reykjavíkurdætur, Nadia Rose, TroyBoi, Bjarki og Underworld. Nánari dagskrá fyrir kvöldið má nálgast hér

Gestir hátíðarinnar skemmtu sér vel í gær líkt og sjá má á þessum myndum: 

Vök á sviði.
Vök á sviði. Ljósmynd/Ásgeir Helgi/Sónar Reykjavík
Lexi Picasso tryllti lýðinn er hann kom fram með Joey …
Lexi Picasso tryllti lýðinn er hann kom fram með Joey Christ á Sónar. Ljósmynd/Berglaug/Sónar Reykjavík
Gus Gus kom fram á Sónar í fyrsta sinn.
Gus Gus kom fram á Sónar í fyrsta sinn. Ljósmynd/Aníta Björk/Sónar Reykjavík
Frá tónleikum Cyber.
Frá tónleikum Cyber. Ljósmynd/Ásgeir Helgi/Sónar Reykjavík
Blissful kom fram í Hörpu í gær.
Blissful kom fram í Hörpu í gær. Ljósmynd/Berglaug/Sónar Reykjavík
Söngkonan Bríet er að stíga sín fyrstu spor í tónlistarheiminum.
Söngkonan Bríet er að stíga sín fyrstu spor í tónlistarheiminum. Ljósmynd/Ásgeir Helgi/Sónar Reykjavík
Gestir á Sónar Reykjavík skemmtu sér vel á fyrra kvöldi …
Gestir á Sónar Reykjavík skemmtu sér vel á fyrra kvöldi hátíðarinnar í gær. Ljósmynd/Stefán Pálsson/Sónar Reykjavík
Frá fyrra kvöldi Sónar í Hörpu í gær.
Frá fyrra kvöldi Sónar í Hörpu í gær. Ljósmynd/Aníta Björk/Sónar Reykjavík
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson