Lag frá Torfa í nýrri Hollywood-mynd

Torfi Ólafsson tónlistarmaður á lag í myndinni Galveston.
Torfi Ólafsson tónlistarmaður á lag í myndinni Galveston. Ljósmynd/Aðsend

Torfi Ólafsson á lag í Hollywood-myndinni Galveston sem var nýlega frumsýnd á South by Southwest í Texas. Torfi sem er annar stofnenda Gítarskóla Íslands segir að það hafi komið þægilega á óvart að lagið hafi verið valið í myndina. 

Torfi hefur verið með efnið sitt á AudioSparx í tíu ár en fólk sem velur tónlist í bíómyndir og sjónvarpsþætti leitar þar að tónlist. „Maður þarf að vera voðalega heppinn til þess að lenda í svona dæmi,“ segir Torfi sem segir að sex þúsund höfundar séu með tónlist á veitunni og þar séu að finna 840 þúsund lög.

Elle Fanning og Ben Foster í myndinni Galveston.
Elle Fanning og Ben Foster í myndinni Galveston. ljósmynd/Imdb

Lagið sem varð fyrir valinu í Galveston heitir Cryin' at the moon og eru 59 sekúndur af laginu notaðar í myndinni. Tim Earle samdi texta við lagið og söngvari lagsins kemur frá Studiopros í L.A. Torfi veit ekki við hvaða atriði lagið er notað í en veðjar á aksturssenu þar sem persónurnar keyra mikið í myndinni. 

„Spurðu mig eftir tíu ár,“ segir Torfi við vini sína þegar þeir spyrja hvað hann hafi upp úr þessu. Hann er vanur að fá nokkur sent á dag fyrir tónlist sína inni á veitunni en er nú að kanna hvort hann fái ekki eitthvað meira fyrir stórmynd eins og þessa. Framhaldið er að minnsta kosti spennandi og segir Torfi að það sé möguleiki á því að tónlist hans fái að njóta sín í sjónvarpsþáttum á næstunni.

Hér má nálgast lagið Cryin' at the moon á Spotify. 

Leikkonan Elle Fanning á frumsýningu Galveston um síðustu helgi.
Leikkonan Elle Fanning á frumsýningu Galveston um síðustu helgi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson