Vetrarbræður fær Bodil-verðlaunin

Úr kvikmyndinni Vetrarbræður. Myndin hefur hlotið mikið lof danskra gagnrýnenda.
Úr kvikmyndinni Vetrarbræður. Myndin hefur hlotið mikið lof danskra gagnrýnenda.

Vetrarbræður, kvikmynd sem Hlynur Pálmason leikstýrði, hlaut í gærkvöld dönsku Bodil-verðlaunin sem besta kvikmynd síðasta árs. Frá þessu er greint á Facebook-síðu verðlaunanna.

Myndin hefur hlotið mikið lof í Danmörku og hlaut m.a. níu verðlaun á Robert-kvikmyndahátíðinni þar í landi í síðasta mánuði. Þá var hún einnig tilnefnd til íslensku Grímuverðlaunanna.

Vetr­ar­bræður ger­ist í ein­angraðri verka­manna­byggð á köld­um vetri. Mynd­in seg­ir frá bræðrum og hvernig þeirra dag­lega rútína er einn dag brot­in upp með of­beld­is­full­um deil­um milli þeirra og annarr­ar fjöl­skyldu á vinnustaðnum. Hlyn­ur bæði leik­stýr­ir og skrif­ar hand­ritið en hann út­skrifaðist úr Danska kvik­mynda­skól­an­um 2013.

Kvik­mynd­in var tek­in í Dan­mörku 2016 og með helstu hlut­verk fara Elliott Cros­sett Hove, Simon Se­ars, Victoria Car­men Sonne og Lars Mikk­el­sen.

Bodil-verðlaunin, sem eru veitt af samtökum kvikmyndagagnrýnenda í Danmörku, eru með elstu kvikmyndaverðlaunum í Evrópu og voru fyrst veitt árið 1948.

mbl.is