Giftu sig aftur nokkrum mánuðum seinna

Alessandra de Osma og Kristján af Hanover eru orðin hjón.
Alessandra de Osma og Kristján af Hanover eru orðin hjón. AFP

Prinsinn Kristján af Hanover giftist Alessöndru de Osma í fyrsta skipti í nóvember í London. Þau endurnýjuðu heit sín í San Pedro-kirkjunni í Lima á föstudaginn í síðustu viku og héldu loks veislu á laugardaginn. 

Daily Mail greinir frá því að hjónin hafi haldið veislu í Lima á laugardagskvöldið til þess að fagna brúðkaupinu, en hin de Osma er frá Perú.

Bresku prinsessurnar Beatrice og Eugenie mættu og fögnuðu með fjarskyldum frænda sínum. Ofurfyrirsætan Kate Moss lét líkt og prinsessurnar ekki smá ferðalag stoppa sig. 

Kristján kynntist eiginkonu sinni árið 2005 þegar hún var leiðsögumaður hans í Perú. Þau hófu þó ekki ástarsamband strax þar sem de Osma var aðeins 14 ára gömul heldur héldu áfram að vera vinir. Árið 2011 byrjuðu þau hins vegar að hittast og hafa búið í Madríd undafarin ár.

Alessandra de Osma og Kristján af Hanover.
Alessandra de Osma og Kristján af Hanover. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson