Karma Brigade og Úmbra komust áfram

Karma Brigade uppi á sviði í kvöld.
Karma Brigade uppi á sviði í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hljómsveitirnar Karma Brigade og Úmbra komust áfram á öðru kvöldi Músíktilrauna sem fór fram í kvöld.

Hljómsveitin Umbra hefur nafn sitt af skugga, sem nefnist svo á latínu.

Sveitina skipa þrír fimmtán ára Hagskælingar, þær Eir Ólafsdóttir, Eyrún Úa Þorbjörnsdóttir og Nína Solveig Andersen. Eir spilar á selló og syngur, Nína á hljómborð, fiðlu, bassa og annars óskýrt þrumutæki og Eyrún á flautu, bassa og klukkuspil. Þær eru allar úr Reykjavík.

Hljómsveitina Karma Brigade skipa sex ungir tónlistarmenn á aldrinum 15-17 ára, sem eiga heima á höfuðborgarsvæðinu.

Steinunn Hildur Ólafsdóttir spilar á hljómborð og syngur, Agla Bríet Einarsdóttir syngur, Dagmar Ýr Eyþórsdóttir spilar á rafgítar, Hlynur Sævarsson á rafbassa, Jóhann Egill Jóhannsson á trommur og Kári Hlynsson á hljómborð.

Þau hafa spilað saman í rúmt ár víða í Reykjavík og einnig úti á torgum í Danmörku síðasta sumar.

Úmbra.
Úmbra. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler