Grey Hil Mars og Academic áfram

Frá Músíktilraunum 2017.
Frá Músíktilraunum 2017.

Grey Hil Mars og Academic komust áfram á fjórða undan­k­völdi Mús­íktilrauna sem fram fór í kvöld og tryggðu sér þar með sæti á úr­slita­kvöld­inu sem fer fram á laug­ar­dag.

Grétar Hilmarsson er Grey Hil Mars. Grétar, sem er 25 ára, leikur á gítar og syngur, Hjörtur Geir Þorvarðarson, sem er 24 ára, leikur á bassa og Siguróli Valgeirsson, sem er 26 ára, leikur trommur. Grey Hil Mars er fæddur og uppalinn í bítlabænum Keflavík og hefur leikið með ýmsum hljómsveitum þar til nú að hann ákvað starfa undir eigin listamannsnafni og flytja eigin lög með hjálp frá vinum sínum.

Grey Hil Mars.
Grey Hil Mars.

Academic skipa fimm ungmenni úr mismunandi tónlistarskólum. Þau eru sautján og átján ára gömul og heita Kristín Sesselja Einarsdóttir, sem leikur á gítar og syngur, Heba Sólveig Heimisdóttir, sem leikur á rafgítar, Freyr Hlynsson, sem leikur á hljómborð, Gabríel Einarsson, sem leikur á trommur, og Jakob Fjólar Gunnsteinsson, sem leikur á bassa. Þau eru úr Reykjavík og Garðabæ.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant