Óförðuð og illa farin

Caitlyn Jenner hvetur fólk til þess að nota sóalrvörn.
Caitlyn Jenner hvetur fólk til þess að nota sóalrvörn. skjáskot/Instagra

Raunveruleikastjarnan Caitlyn Jenner kom til dyranna eins og hún var klædd þegar hún birti mynd af sér á Instagram og hvatti fólk til þess að nota sólarvörn. 

Jenner þurfti að láta fjarlægja skemmdir af nefi sínu vegna sólargeisla. Eins og sjá má á myndinni er Jenner illa farin eftir aðgerðina. 

Jenner er ekki fyrsta stjarnan sem þarf að takast á við skaðsemi útfjólublárra geisla. Leikarinn Hugh Jackman deildi mynd af sér fyrra á Twitter eftir að hafa fengið húðkrabbamein. 

mbl.is