Stjúpfaðirinn niðurlægði og lamdi hana

Chrissy Metz er þekkt fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum This …
Chrissy Metz er þekkt fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum This is Us. AFP

This is Us-stjarnan Chrissy Metz opnaði sig í nýju viðtali í People um erfiða æsku. Hún átti stjúpföður sem bæði niðurlægði hana og beitti hana ofbeldi. 

Faðir Metz fór frá fjölskyldunni þegar Metz var átta ára en hún á tvö alsystkini. Móðir hennar giftist seinna manni sem hún kallar Trigger í viðtalinu og átti með honum tvö börn. Hún átti þó eitt barn í millitíðinni áður en hún kynntist Trigger. 

Metz segir að stjúpfaðir sinn hafi elskað systkini hennar sem voru blóðskyld honum og meira segja miðju systkinið. Hann hafi hins vegar ekki sýnt henni mikla ást. Móðir hennar vann mikið svo hún sá ekki hvernig hann kom fram við hana. 

Hún segir að líkami hennar hafi komið honum úr jafnvægi og starði hann á hana þegar hún borðaði. „Hann grínaðist með að setja lás á ísskápinn. Við bjuggum við matarskort svo lengi að þegar hann var til fannst mér eins og ég þyrfti að borða hann áður en hann hyrfi. Matur var mín eina ánægja,“ sagði Metz í viðtalinu. Vegna stjúpföðurisns byrjaði hún að fela át sitt með því að borða á nóttinni og fara með mat inn á baðherbergi. 

Stjúpföðurinn beitti hana ekki bara andlegu ofbeldi heldur líkamlegu líka. „Ég man ekki af hverju Trigger lamdi mig í fyrsta skiptið. Hann kýldi mig aldei í framan. Bara í líkamann, það sem mógaði hann svo mikið,“ sagði Metz um ofbeldið. 

Metz lýsir því í viðtalinu að þegar hún var 14 ára hafi stjúpfaðir hennar byrjað að vigta hana. Hann setti vigtina á eldhúsgólfið og skipaði henni að vigta sig. 

Þrátt fyrir þetta segir Metz að hún elski stjúpföður sinn. Hann hafi gert meira fyrir hana en faðir hennar gerði. Í dag eru þau í sambandi og það á mun jákvæðari nótum en áður. 

Chrissy Metz.
Chrissy Metz. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant