Céline Dion hættir við tónleika

Celine Dion þarf að hætta við nokkra tónleika sína í …
Celine Dion þarf að hætta við nokkra tónleika sína í Las Vegas. AFP

Söngkonan Céline Dion þarf að hætta við tónleika í Las Vegas frá 27. mars til 18. apríl. Dion þarf að fara í aðgerð vegna sjúkdóms í eyra sem veldur heyrnartruflunum og gerir henni erfitt að syngja.

Greint er frá þessu á Facebook-síðu söngkonunnar og kemur fram að hún hafi glímt við einkenni sjúkdómsins síðustu 12 til 18 mánuði. Hún hafi fengið eyrnadropa við þessu en nú virki þeir ekki lengur og því þarf hún að gangast undir minni háttar aðgerð. 

Dion segir í færslu að lukkan hafi ekki fylgt henni að undanförnu. „Ég bið alla þá afsökunar sem ætluðu að ferðast til Las Vegas að sjá sýninguna mína. Ég veit hversu mikil vonbrigði þetta eru, mér þykir það leitt,“ skrifaði Dion. 

Gert er ráð fyrir að söngkonan verði komin aftur á svið í lok maí. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant