Anita sigraði Samfés

níta Daðadóttir úr félagsmiðstöðinni Fönix sigraði í Söngkeppni Samfés.
níta Daðadóttir úr félagsmiðstöðinni Fönix sigraði í Söngkeppni Samfés. Ljósmynd/Aðsend

Aníta Daðadóttir úr félagsmiðstöðinni Fönix sigraði í Söngkeppni Samfés sem fram fór í Laugardalshöll í dag. Aníta söng lagið Gansta og sigraði „hug og hjörtu allra“ að því er segir í fréttatilkynningu, en um 3.000 manns fylgdust með keppninni í Laugardalshöll.

Í öðru sæti var Benedikt Gylfason úr félagsmiðstöðinni Bústöðum með lagið Listen og í  þriðja sæti var Elva Björk Jónsdóttir frá félagsmiðstöðinni Eden í Grundarfirði með lagið Thinking out loud.

Unnur Elín Sigursteinsdóttir frá félagsmiðstöðinni Öldunni í Hafnarfirði var valin bjartasta vonin og Emma Eyþórsdóttir flutti lagið Ég vil þig sem var valið besta frumsamda lag keppninnar.

Dómnefndin var skipuð þeim Aroni Hannesi Emilssyni, Degi Sigurðssyni, Hildi Kristínu Stefánsdóttur, Rögnu Björg Ársælsdóttur og Rakel Pálsdóttur.

Benedikt Gylfason úr félagsmiðstöðinni Bústöðum var í öðru sæti.
Benedikt Gylfason úr félagsmiðstöðinni Bústöðum var í öðru sæti. Ljósmynd/Aðsend
Emma Eyþórsdóttir flutti lagið Ég vil þig sem var valið …
Emma Eyþórsdóttir flutti lagið Ég vil þig sem var valið besta frumsamda lag keppninnar. Ljósmynd/Aðsend
Unnur Elín Sigursteinsdóttir frá félagsmiðstöðinni Öldunni í Hafnarfirði var valin …
Unnur Elín Sigursteinsdóttir frá félagsmiðstöðinni Öldunni í Hafnarfirði var valin bjartasta vonin. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson