Samstaða mikilvægari en markatölur

Ísey Heiðarsdóttir og Lúkas Emil Johansen í Víti í Vestmannaeyjum.
Ísey Heiðarsdóttir og Lúkas Emil Johansen í Víti í Vestmannaeyjum.

Kvikmyndagagnrýnandi Morgunblaðsins, Brynja Hjálmsdóttir, gefur Víti í Vestmannaeyjum fjórar stjörnur af fimm mögulegum í dómi sínum í blaðinu í dag og segir m.a. að krakkarnir í myndinni verði að tækla stór mál á borð við missi, þunglyndi og ofbeldi og læra að þegar upp er staðið eru vinátta og samstaða mikilvægari en sigrar og markatölur.

Í gagnrýninni segir m.a. að sagan sé skemmtileg og stígandin er góð, fótboltasenurnar spegli þemun sem birtist í heildarmyndinni og það gangi á ýmsu á vellinum jafnt og í lífinu sjálfu. 

„Ungi leikhópurinn stendur sig vel miðað við aldur og fyrri störf. Róbert er skemmtilegur í hlutverki hins orðheppna sprelligosa Skúla og Lúkas nær að gera hinum viðkvæma og réttsýna Jóni góð skil. Ísey og Viktor eru líka stórfín í sínum hlutverkum. Fullorðnu leikararnir skila líka sínu, sérstaklega er Sigurður Sigurjónsson eftirminnilegur,“ segir í gagnrýninni og að Víti í Vestmanneyjum sé hádramatískt og fjörugt ævintýri sem innihaldi góða blöndu af tárum, brosum og takkaskóm. 

Dóminn má lesa í heild í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler