Hress í símanum rétt fyrir lát sitt

Dolores O'Riordan, söngkona The Cranberries, lést í janúar, 46 ára …
Dolores O'Riordan, söngkona The Cranberries, lést í janúar, 46 ára að aldri. AFP

Dol­or­es O'Ri­or­d­an, söng­kona írsku rokksveit­ar­inn­ar The Cr­an­berries, lést sviplega hinn 15. janúar á hótelherbergi sínu í Lundúnum. Fyrr um daginn hringdi hún í vin sinn og skildi eftir skilaboð þar sem hún virkar mjög hress. 

TMZ birti talhólfsskilaboð O'Ri­or­d­an til vinar síns Dans Waties. O'Riordan byrjar á því að segja honum að hún sé í London og á hvaða hóteli hún er. Hún segir honum síðan að nýja útgáfan af Zombie með Bad Wolves sé frábær og hljómar spennt að fara í upptökuverið að taka upp tónlist. 

Dánarorsök O'Riordan hefur ekki fengist staðfest en einhverjir hafa velt því fyrir sér hvort hún hafi svipt sig lífi, sérstaklega í ljósi þess að hún glímdi við þunglyndi. Söngkonan virðist þó allt annað en döpur í talhólfsskilaboðunum.

Dolores O'Riordan ásamt meðlimum The Cranberries.
Dolores O'Riordan ásamt meðlimum The Cranberries. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson