Helgi stóðst prófið

Stefán Magnússon og Helgi Björnsson tóku lagið í Ísland vaknar …
Stefán Magnússon og Helgi Björnsson tóku lagið í Ísland vaknar í morgun.

Helgi Björnsson er búinn að standa syngjandi á sviði í rúm 35 ár með Grafík, SSSól og Reiðmönnum vindanna, svo eitthvað sé nefnt. Hann ætlar að halda sannkallaða stórtónleika í Laugardalshöllinni í september þar sem hann fer yfir þennan langa og viðburðarríka feril. 

Hann segir að eitt og annað hafi breyst á þessum tíma. Plötur seljast ekki lengur, bjórinn breytti miklu og félagsheimilin eru ekki miðstöðin „Ef þú vildir sækja félagsskap, hitta fólk og nálgast kynlíf með öðrum en sjálfum þér, þá varðstu að fara á næsta félagsheimili. Það var ekki mikið um garðveislur og þetta var meira vodka í kók og snakk í partíunum,“ segir Helgi.

Tónleikarnir í Höllinni verða ferðalag um ferilinn. „Þetta verður bara æðisleg skemmtun og mig langar að halda í rock 'n roll ræturnar en líka smá Haukur Morthens,“ segir Helgi. Einn af gestunum er Emmsé Gauti, enda segir Helgi að hann hafi sungið fyrsta íslenska rapplagið sem var gefið út á plötu á Íslandi, Toppurinn að vera í teinóttu.

Helgi var ekki einn í morgun því Stefán Magnússon, gítarleikari, var með honum og saman tóku þeir lagið. En svo þurfti Helgi líka að standast óvænt próf í eigin lögum og botna texta. Skemmst er frá því að segja að hann stóðst prófið nokkuð vel í helstu lögum, þótt hann hafi reyndar ekki verið með lagið sem hann söng í þættinum alveg á hreinu!

Hægt er að sjá viðtalið við Helga, lagið og prófið hér og svo er frábær hugmynd að hlusta á allan þáttinn á K100.is

 

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson